Vörur
ViruxNasal er nefúði sem inniheldur Viruxal. Í Viruxal eru fitusýrur sem mynda varnarlag á slímhúð nefholsins og draga þannig úr smithættu af loftbornum veirum sem berast í nefholið.
ViruxOral er munnúði sem inniheldur Viruxal. Í Viruxal eru fitusýrur sem mynda varnarlag á slímhúð munnholsins og draga þannig úr loftbornum veirum sem berast í munn.
Munnurinn og nefið eru helstu smitleiðir fyrir loftborna veirur, það er veirur sem eru í loftbornum smádropum í andrúmsloftinu.
Munurinn á ViruxNasal og ViruxOral felst í mismunandi bragði og notkun.

ViruxNasal
- Býr til tímabundið varnarlag í nefholi
- Varnarlagið hjálpar til við að hrinda að vírusar nái til yfirborðs slímhúðar.
- Úðið einu sinni í hvora nös í hvert skipti
- Notist allt að sex sinnum á dag.
ViruxOral
- Býr til tímabundið varnarlag í munni og koki.
- Varnarlagið hjálpar til við að hindra að vírusar nái til yfirborðs slímhúðar.
- Úðið þrisvar aftarlega í kokið í hvert skipti. Andið ekki inn á sama tíma
- Notist tvisvar á dag.

Notkunarleiðbeiningar

ViruxNasal
Úði fyrir nef
- Hristið vel fyrir notkun
- Fjarlægið lok
- Setjið í aðra nösina og þrýstið einu sinni á pumpuna
- Endurtakið fyrir hina nösina
- Endurtakið að hámarki 6 sinnum á dag

ViruxOral
Úði fyrir munn
- Hristið vel fyrir notkun
- Fjarlægið lok
- Opnið munn og miðið stútnum að koki
- Þrýstið þrisvar á pumpuna
- Endurtakið að hámarki tvisvar á dag
Nafn | ViruxNasal | ViruxOral |
---|---|---|
Tegund | Nefúði | Munnúði |
Aðferð | Hristið flöskuna, sprautið einu pústi í sitthvora nösina. | Hristið flöskuna, sprautið þremur pústum aftast í kokið. Andið ekki inn á sama tíma. |
Fjöldi Skipta | Eitt púst í hvora nös, að hámarki sex sinnum á dag. Notist ekki lengur en 30 daga í senn | Þrjú púst að hámarki tvisvar sinnum á dag. Notist ekki lengur en 30 daga í senn |
Tilefni | Ætlað til notkunar meðal fólks, til dæmis í verslunum, líkamsrækt, æfingum, í almenningssamgöngum, á viðburðum í veislum og veitingahúsum. | Ætlað til notkunar meðal fólks, til dæmis í verslunum, líkamsrækt, æfingum, í almenningssamgöngum, á viðburðum í veislum og veitingahúsum. |
Lykt/bragð | Eucalyptus | Mynta |
Magn | 20 ml / 180 púst | 20 ml / 180 púst |