Lækn­inga­vöru­fyr­ir­tækið Viruxal, dótt­ur­fé­lag Kerec­is, hef­ur sett á markað nef- og munnúða sem það seg­ir geta hjálpað til í bar­átt­unni við Covid-19.

Vör­urn­ar eru hluti af per­sónu­leg­um sótt­vörn­um og hafa það að mark­miði að minnka veiru­magn í efri önd­un­ar­fær­um sam­kvæmt frétta­til­kynn­ingu.

„Vör­ur Kerec­is eru sár­aroð og vör­ur sem byggja á fitu­sýr­um. Í gegn­um margra ára reynslu af þróun, fram­leiðslu og sölu á sára­vör­um hef­ur orðið til hjá Kerec­is veiru­hamlandi tækni sem kölluð er Viruxal, sem nú hef­ur verið færð í sjálf­stætt dótt­ur­fé­lag með sama nafni. Viruxal inni­held­ur fitu­sýr­ur sem hafa veiru­hamlandi áhrif.  

For­sag­an er sú að ein af vör­um Kerec­is er sáraúði sem inni­held­ur Viruxal fitu­sýr­ur. Var­an hef­ur verið notuð á sjúkra­stofn­un­um víðsveg­ar um heim­inn í þeim til­gangi að græða sár og koma í veg fyr­ir sýk­ing­ar. Í vor skapaðist neyðarástand vegna Covid-19 á Ítal­íu. Þar í landi er mik­il notk­un á sáraúðanum og þekkja ít­alsk­ir lækn­ar vel til veiru­hamlandi eig­in­leika vör­unn­ar. Lækn­ar fóru því að úða Viruxal fitu­sýr­um í háls og munn sjúk­linga sem höfðu byrj­un­ar­ein­kenni Covid-19. Til­gang­ur­inn með að nota sáraúðann í háls sjúk­ling­anna var að hindra fram­gang sjúk­dóms­ins. Eft­ir meðhöndl­un á meira en 70 sjúk­ling­um lofuðu fyrstu niður­stöður góðu.  

Í fram­haldi af notk­un­inni á Ítal­íu á sáraúðanum í tengsl­um við Covid-19 hafa nú verið þróaðar tvær sam­verk­andi lækn­inga­vör­ur til notk­un­ar í nef og munni. Vör­urn­ar eru ViruxNa­sal og ViruxOral, sem hafa það að mark­miði að minnka veiru­magn í önd­un­ar­fær­um með tíma­bundnu varn­ar­lagi,“ seg­ir í frétta­til­kynn­ingu.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *